Library

 
 

Projects

All
Product design
SELECTED
Under Construction
NEW
 
 
Info
Bókasafn Hafnarfjarðar - Extension Project: 2009
Location: Hafnafjörður, Iceland
Photographs: PK arkitektar
Completion Year: Unrealized
Floor Area: 1585 m²
Typology: -

Pálmar Kristmundsson, Fernando de Mendonça, Cassiano Rabelo, Helena Hermeto and Leonardo Colucci 

2nd prize, open competition

Bókasafn Hafnarfjarðar - ExtensionProject: 2009

Pálmar Kristmundsson, Fernando de Mendonça, Cassiano Rabelo, Helena Hermeto and Leonardo Colucci 

2nd prize, open competition

Location: Hafnafjörður, Iceland
Photographs: PK arkitektar
Completion Year: Unrealized
Floor Area: 1585 m²
Typology: -

Bókasafn Hafnarfjarðar er staðsett á viðkvæmum stað í nýju deiliskipulagi miðbæjarins. Tillaga þessi er svar við því með hvaða hætti má stækka og endurskipuleggja núverandi bókasafn með hliðsjón af rýmismyndun ráðhústorgs sunnan við bygginguna og aðlögun að götumynd Austurgötu.

Markmiðið er að viðbyggingin myndi látlausa og áhugaverða umgjörð um bókasafnsstarfsemina, falli vel að nálægri byggð, sé sveigjanleg og beri vitni um byggingarlist í háum gæðaflokki.

Byggingin dregur form sitt af umhverfinu sem er annars vegar eldri bárujárnshúsabyggð sem aðlagast náttúrulega hæðóttu hrauninu og hæðarlínum svæðisins og hins vegar seinni tíma byggð sem hefur verið aðlöguð hornréttu mynstri sem er úr takti við það umhver sem áður var. Nýbyggingin tekur upp hið eðlilega samhengi byggðar og náttúru sem aðlagar sig hvort að öðru. Fyrir er áberandi mismunur á bæði útliti og mælikvarða mannvirkja á svæðinu og er reynt að svara þeim fjölbreytileika með efnisvali og formi viðbyggingarinnar. Viðbyggingin kallast á við núverandi bókasafnsbyggingu með litavali og hæð og með minni flötum og klæðningarvali kallast hún á við eldri hús á svæðinu þótt form hennar sé nútímalegt.

Torgið er hellulagður flötur með grasbreiðum, trjám og “borgar húsgögnum” (urban furniture). Húsgögnin eru hringlaga viðarbekkir sem umlykja svæði sem eru tákn fyrir náttúruöflin vatn, eld og jörð í formi vatns/gufu, hrauns og sands. Svæðið er upplýst og snjóbrætt og öryggisaðkoma og aðgegni fyrir alla er tryggt. Torgið er hugsað sem staður fyrir alla aldurshópa til að hittast og dvelja á en önnur torg í bænum rúma stærri samkomur. Skjólmyndun er mikilvæg en skermurinn framan við bókasafnsbygginguna virkar sem vindbrjótur á vindsveipi fyrir bygginguna.

Tenging núverandi húss og viðbyggingarinnar er um núverandi stigagang og tengir þannig báðar byggingarnar, þá gömlu og þá nýju með stigahúsinu og lyftunni sem fyrir er. Þannig skapast ákjósanlegt svæði með lóðréttu aðgegni á besta stað “milli” bygginganna. Yfirsýn frá afgreiðslu á fyrstu hæð er yfir bæði viðbygginguna og núverandi bókasafn.

Stórir gluggafletir að torginu, tengja innviði viðbyggingarinnar og torgið. Þetta er gert í gegnum einskonar millirými milli torgs og byggingar, afskermað með gegnsærri báraðri utanhússklæðningunn sem virkar um leið sem sólvörn. Að næturlagi opnast byggingin með innsæi utanfrá í gegnum skerminn og verður þannig virk frá torginu séð, sem og í bæjarmyndinni.